
Flestir hafa löngun til að þekkja uppruna sinn eða hver ættmenni sín séu í gegnum sameiginlega forfeður.
Ættfræði (einnig kallað ættvísi eða ættspeki) hefur verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims.
Ættfræði gegndi ákveðnu hlutverki í fornnorrænum samfélögum svo sem skyldu varðandi framfærslu nákominna ættingja og að hefna þeirra ef þeim var ráðinn bani. Þetta tengdist ekki síst eignum og völdum og því mikilvægt að þekkja kyn sitt og tryggja erfðarétt og völd innan ættar.
Í dag gegnir ættfræðin frekar því hlutverki að svala fróðleiksþörf fólks um uppruna sinn og tengsl þeirra við önnur ættmenni sem og um líf og afdrif skyldmenna. Að auki hefur í seinni tíð ættfræðin farið að skipta mjög miklu máli fyrir rannsóknir á erfðasjúkdómum.
Heimildir: Wikipedia og Vísindavefur Háskóla Íslands.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir um þessa heimasíðu, vinsamlega hafið samband. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Vefsíðan Húsagarður.